Bækur

Bækur

BÆKUR

 
 
Villueyjar-scaled.jpg
 

VILLUEYJAR

Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.
Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn
sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni.
Eftir það breytist allt.
Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

Verðlaun og viðurkenningar:

Hvítur hrafn 2020

Tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020

Tilnefnd til Fjöruverðlauna 2019

2. sæti í Bóksalaverðlaununum 2019

Umsagnir:

Villueyjar er fantasía af bestu gerð sem ber hugmyndaauðgi höfundar fagurt vitni. Bókin, sem býr yfir flókinni framvindu, er einstaklega vel plottuð og hæfilega óhugnaleg.
Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið.

Í upphafsatriðum frásagnarinnar sýnir höfundur hvers hún er megnug og þetta er ein sterkasta byrjun á unglingabók sem ég hef lesið árum saman.
Hildur Ýr Ísberg / Tímarit Máls og menningar

 
 
koparborgin.jpg
 

KOPARBORGIN

Í fjarlægu landi stendur gömul borg þar sem lystigarðar umkringja háar hallir og seglskip fylla höfnina … en hallirnar eru mannlausar og seglskipin tóm.
Við eitt af breiðstrætum borgarinnar stendur Víxlarahúsið þar sem einungis börn hafa búið síðustu þrjár aldir. Þangað leitar Pietro eftir að hafa misst fjölskyldu sína í plágunni. Við sextán ára aldur þurfa börnin að yfirgefa húsið en þangað til standa þau saman og tekst einhvern veginn að þrauka, sama hversu hart er í ári.

Verðlaun og viðurkenningar:

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2016

Tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016

Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi 2016

Bóksalaverðlaunin 2015

Tilnefnd til Fjöruverðlauna 2015

Umsagnir:

„Koparborgin hefur allt sem til þarf: galdra, illmenni, svikara, hetjur og sanna vini. Hún er auk þess bæði grípandi og falleg, ógnvekjandi og frekar hryllileg á köflum.“
María Bjarkadóttir / bokmenntaborgin.is

„Heimurinn sem sagan gerist í er sannkölluð listasmíð, en Ragnhildur gætir sín á því að lýsa ekki of miklu, leyfir lesandanum að hjálpa til við að skapa sögusviðið.“
Árni Matthíasson / Morgublaðið